Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 581  —  444. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um skráningu og vernd menningarminja á ströndum landsins.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Liggur fyrir áætlun um skráningu og vernd menningarminja á ströndum landsins sem eru í hættu vegna sjávarrofs eða líkur eru á að verði það í fyrirsjáanlegri framtíð?
     2.      Hvernig er staðan á skráningu menningarminja á ströndum landsins og liggur fyrir hverjar þeirra eru í hættu vegna sjávarrofs?
     3.      Getur ráðherra upplýst hve miklu fé þyrfti að verja til að skrá fornminjar á ströndum landsins og gera áætlun um varðveislu þeirra?
     4.      Hver er staða skráningarverkefnis sem hófst sumarið 2016 með samastað í starfsstöð Minjastofnunar Íslands á Sauðárkróki og hvernig sér ráðherra framtíð þess fyrir sér?
     5.      Hve miklu fé hefur verið varið til sjóvarna í því skyni að vernda menningarminjar á ströndum landsins undanfarin tíu ár og hvar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess?


Skriflegt svar óskast.