Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 582  —  445. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um myglusveppi og tjón af völdum þeirra.

Frá Valgerði Gunnarsdóttur.


    Hefur ráðherra hrundið af stað vinnu í samræmi við þingsályktun nr. 22/143 um endurskoðun laga og reglna með tilliti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra, sem samþykkt var 12. maí 2014? Ef svo er, hvernig miðar vinnunni og hvenær má búast við að henni ljúki og með hvaða hætti? Hafi vinnan ekki hafist, hvenær má búast við að hún hefjist?


Skriflegt svar óskast.