Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 583  —  210. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um kærur um ofbeldi gegn börnum.


     1.      Hversu margar tilkynningar eða kærur bárust frá barnaverndarnefndum til lögreglu um ofbeldi gegn börnum síðustu tíu ár?
    Í tilefni af fyrirspurninni aflaði ráðuneytið upplýsinga frá Barnaverndarstofu og fékk sendar upplýsingar um heildarfjölda beiðna þar sem barnaverndarnefnd óskaði lögreglurannsóknar á meintu refsiverðu broti gegn barni og upplýsingar um fjölda skýrslutaka í Barnahúsi frá árinu 2006 til 17. mars 2017.
    Í meðfylgjandi töflu má sjá yfirlit yfir fyrrgreindar upplýsingar fyrir framangreint tímabil. Þessar tölur innihalda allar beiðnir barnaverndarnefnda um lögreglurannsókn á tímabilinu sem varða kynferðislegt eða líkamlegt ofbeldi auk barnaverndarlagabrota, sbr. refsiákvæði XVIII. kafla barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Athuga ber að skýrslutökur í Barnahúsi vegna líkamlegs ofbeldis og heimilisofbeldis hófust í mars 2015.

Tafla 1.
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
(17.3.)
Skýrslutökur fyrir dómi 55 56 103 56 56 66 53 96 76 127 116 19
Vegna kynferðislegs ofbeldis 55 56 103 56 56 66 53 96 76 77 60 12
Vegna líkamlegs og heimilisofbeldis1 50 56 7
Heildarfjölda barna þar sem barnaverndarn. óskaði lögreglurannsóknar á meintu refsiverðu broti gegn barni2 70 56 119 76 65 90 71 78 53 83
1 Skýrslutökur vegna líkamlegs og heimilisofbeldis hófust í mars 2015.
2 Þessar tölur innihalda allar beiðnir um lögreglurannsókn sem geta varðað fleira en kynferðislegt ofbeldi eða líkamlegt ofbeldi sbr. ákv. XVIII. kafla barnaverndarlaga um refsiákvæði. Tölur vegna ársins 2016 liggja ekki fyrir þar sem upplýsingar hafa ekki borist frá barnaverndarnefndunum, en skv. 1. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga skulu barnaverndarnefndir skila skýrslu um starfsemi sína eigi síðar en 1. maí ár hvert.

    Tölur um heildarfjölda tilvika þar sem barnaverndarnefnd óskaði lögreglurannsóknar liggja ekki fyrir vegna ársins 2016 þar sem upplýsingar hafa ekki borist frá barnaverndarnefndunum, en skv. 1. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga skulu barnaverndarnefndir skila skýrslu um starfsemi sína eigi síðar en 1. maí ár hvert.
    Í tilefni af fyrirspurninni leitaði ráðuneytið jafnframt eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur yfirumsjón með málaskrárkerfi lögreglunnar (LÖKE). Samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra er ekki unnt að taka út úr málaskránni með einföldum hætti fjölda tilkynninga eða kæra sem bárust frá barnaverndarnefndum til lögreglu um ofbeldi gegn börnum.
    Í eftirfarandi töflu 2 og á mynd 1 má hins vegar sjá fjölda ofbeldis- og kynferðisbrota gegn börnum samkvæmt málaskrárkerfi lögreglunnar 16. mars 2017. Er þá bæði um að ræða mál tilkynnt af barnaverndarnefndum og öðrum aðilum. Á árunum 2007–2016 voru skráðir 2.300 árásarþolar undir 18 ára aldri, eða 230 að meðaltali á ári. Þegar miðað er við fjölda árásarþola undir 18 ára aldri innan hvers árs voru þeir yfir tímabilið 2.463 og því urðu í sumum tilvikum árásarþolar ítrekað fyrir brotum yfir tímabilið.

Tafla 2. Fjöldi ofbeldis- og kynferðisbrota þar sem árásarþoli var undir 18 ára aldri og fjöldi árásarþola.


Kynferðisbrot Líkamsárás/ meiðingar* Fjöldi brota samtals Fjöldi árásarþola á ári
2007 121 185 306 287
2008 184 154 338 312
2009 143 156 299 272
2010 143 114 257 232
2011 141 111 252 224
2012 129 92 221 209
2013 139 90 229 198
2014 134 95 229 212
2015 124 166 290 277
2016 147 132 279 240
Alls 1405 1295 2700 2463
*Með líkamsárásum/meiðingum eru einnig talin brot gegn 218. gr. b.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1. Fjöldi árásarþola sem urðu fyrir ofbeldis- eða kynferðisbroti árin 2007–2016.


    Upplýsingarnar voru teknar úr málaskrárkerfi lögreglu 16. mars 2017 og miðað við dagsetningu brots. Árásarþoli getur hafa orðið fyrir fleiru en einu broti innan árs. Í sumum málum er skráður grunur um mörg brot vegna sama atviks, t.d. nauðgunarbrot og sifjaspell, og í nokkrum tilvikum er um að ræða tvö brot vegna tveggja brota sem áttu sér stað á mismunandi tíma og/eða vettvangi. Um er að ræða öll kynferðisbrot sem falla undir kynferðisbrotakaflann í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, og ofbeldisbrot skv. 217. og 218. gr. sömu laga, þ.m.t. brot skv. 218 gr. b.

     2.      Hversu margar tilkynningar eða kærur um ofbeldi gegn börnum frá barnaverndarnefndum leiddu til ákæru á sömu árum?
     3.      Hversu margar ákæranna leiddu til sakfellingar, hversu margar til sýknu og hversu mörgum var vísað frá dómi?

    Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara er ekki haldin tölfræði um hversu margar tilkynningar eða kærur frá barnaverndarnefndum um ofbeldi gegn börnum leiddu til ákæru og lyktir þeirra mála. Ekki voru heldur til upplýsingar um þetta hjá Barnaverndarstofu.
    Hins vegar kemur fram í ársskýrslum ríkissaksóknara ítarleg tölfræði um lyktir mála er varða öll kynferðisbrot gegn börnum, þ.e. bæði brot sem tilkynnt voru af barnaverndaryfirvöldum og öðrum aðilum, sbr. eftirfarandi umfjöllun. Athuga ber að 200. gr. hegningarlaga um sifjaspell tekur einnig til kynferðisbrota gegn fullorðnum börnum og niðjum auk samræðis eða kynferðismaka milli systkina en samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er um að ræða mjög fá slík mál á tímabilinu.

200.–202. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Tímabilið 2007–2010.

Kynferðisbrot (200.–202. gr. hgl.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2007 66 29 44 37 56 7 19 30 81 16 5 11 0 0
2008 73 26 36 39 53 8 21 31 79 17 2 15 0 0
2009 80 39 49 37 46 10 27 27 73 10 1 9 0 0
2010 53 23 43 23 43 5 22 18 78 5 3 2 0 0

    Á árinu 2007 bárust 66 mál sem voru talin varða við ákvæði 200.–202. gr. hegningarlaga. Af þessum 66 málum voru 29 felld niður. Ákært var í 37 málum. Á árinu 2008 bárust 73 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Af þessum 73 málum voru 26 felld niður og ákært í 39 málum. Í þremur var fallið frá saksókn og tveimur málum lauk með ákærufrestun. Í einni ákæru voru tíu mál þar sem einn maður var ákærður. Á árinu 2009 bárust 80 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Niðurfelld voru 39 mál og ákært í 37 málum. Tveimur málum lauk með ákærufrestun og í einu máli var fallið frá saksókn og rannsókn var hætt í einu máli. Á árinu 2010 bárust 53 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Af þessum 53 málum voru 23 mál felld niður og ákært í 23 málum. Tveimur málum lauk með ákærufrestun. Í fimm málum var rannsókn hætt.

204. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Tímabilið 2007–2011.

Kynferðisbrot (204. gr. gáleysi, sbr. 201. og 202. gr.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2010 2 0 0 2 100 1 50 1 50 1 0 1 0 0
2011 1 0 0 1 100 0 0 0 0 0 0 0 0 1

    Á árinu 2010 voru tvö mál heimfærð undir 204. gr. almennra hegningarlaga. Var ákært í þeim báðum.

200.–202. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Tímabilið 2011–2015.

Kynferðisbrot (200.–202. gr. hgl.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2011 57 23 40 29 51 4 14 25 86 12 4 8 0 0
2012 72 28 39 39 54 7 18 32 82 20 2 18 0 0
2013 63 27 43 28 44 5 18 23 82 14 1 13 0 0
2014 63 34 54 18 29 1 6 14 78 2 0 1 1 2
2015 54 9 17 9 17 1 11 5 56 0 0 0 0 35

    Á árinu 2011 bárust 57 mál sem heimfærð voru undir framangreint ákvæði. Af þessum 57 málum voru 23 mál felld niður og gefnar út ákærur í 29 málum. Einu máli lauk með ákærufrestun. Tveimur málum lauk með því að rannsókn var hætt og tveimur lauk með að fallið var frá saksókn. Á árinu 2012 bárust 72 mál sem heimfærð voru undir framangreint ákvæði. Af þessum 72 málum voru 28 mál felld niður og gefnar voru út ákærur í 39 málum. Þremur málum lauk með skilorðsbundinni ákærufrestun. Einnig var fallið frá saksókn í tveimur málum. Á árinu 2013 bárust 63 mál sem heimfærð voru undir framangreint ákvæði. 27 mál voru felld niður og gefnar voru út ákærur í 28 málum. Í einu máli var fallið frá saksókn og rannsókn var hætt í sex málum. Ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í einu máli. Á árinu 2014 bárust 63 mál sem heimfærð voru undir framangreind ákvæði. Af þessum 63 málum voru 34 felld niður og gefnar út ákærur í 18 málum. Ein ákæra var síðan afturkölluð þar sem málið var fyrnt og var það því fellt niður. Fallið var frá saksókn í einu máli. Skilorðsbundin ákærufrestun var gerð í átta málum. Enn á eftir að ljúka afgreiðslu í tveimur málum. Tvö mál eru ódæmd í héraði og eitt er ódæmt í Hæstarétti. Á árinu 2015 bárust 54 mál sem heimfærð voru undir framangreint ákvæði. Felld hafa verið niður níu af þessum málum. Fallið var frá saksókn í einu máli og ákæra gefin út í níu málum. Um áramót voru 35 mál óafgreidd.

204. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Tímabilið 2011–2015.

Kynferðisbrot (204. gr. gáleysi, sbr. 201. og 202. gr.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2011 1 0 0 1 100 0 0 1 100 1 0 1 0 0
2012 1 1 100 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
2013 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
2014 4 2 50 1 25 0 0 1 100 0 0 0 0 0
2015 1 0 0 1 100 1 100 0 0 0 0 0 0 0

    Á árinu 2011 var eitt mál heimfært undir framangreint ákvæði. Ákært var í málinu og var sakfellt í héraði. Málinu var síðan áfrýjað og því vísað heim í hérað. Var því áfrýjað aftur og var þá sakfellt. Á árinu 2012 var eitt mál heimfært undir framangreint ákvæði. Málið var fellt niður. Á árinu 2013 barst ekkert mál sem heimfært var undir þetta ákvæði. Á árinu 2014 bárust fjögur mál er vörðuðu framangreint ákvæði. Tvö voru felld niður, ákært var í einu máli og gefin út skilorðsbundin ákærufrestun í einu. Á árinu 2015 barst eitt mál er varðaði framangreint ákvæði. Var ákært í því máli.

200.–202. gr. og 204. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Tímabilið 2015–2016.

Kynferðisbrot (200.–202. gr. hgl.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2015 56 27 48 19 34 3 16 15 79 2 0 1 1 3
2016 45 5 11 3 7 0 0 0 0 0 0 0 0 35

Kynferðisbrot (204. gr. gáleysi, sbr. 201. og 202. gr.)
Alls Niðurfellt Ákært Sýknað í héraðsdómi Sakfellt í héraðsdómi Áfrýjað Sýknað í Hæstarétti Sakfellt í Hæstarétti Ódæmt í Hæstarétti Ólokin mál
Ár Fjöldi Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi
2015 1 0 0 1 100 1 100 0 0 0 0 0 0 0
2016 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0