Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 584  —  211. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um kynferðisbrot.


     1.      Hversu margar tilkynningar og kærur bárust til lögreglu um kynferðisbrot síðustu tíu ár?
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með lögreglukerfinu (LÖKE), voru samtals 4.183 kynferðisbrot tilkynnt eða kærð til lögreglu á tímabilinu 2007–2016.

Fjöldi tilkynntra/skráðra kynferðisbrota 2007–2016 samkvæmt málaskrárkerfi lögreglunnar.

2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016*
Kynferðisbrot 349 368 318 323 365 367 731 419 442 501
*Bráðabirgðatölur.

    Það athugist að tölur fyrir árið 2016 eru bráðabirgðatölur, teknar úr málaskrárkerfi lögreglu 13.mars 2017.
    Árið 2013 voru óvenju mörg kynferðisbrot skráð í málaskrárkerfi lögreglu. Það ár voru 165 brot í flokknum „kaup á vændi“ vegna átaks í málaflokknum en slík brot hafa verið á bilinu 4–24 öll hin árin. Tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum voru einnig óvenju mörg árið 2013 og var um að ræða fleiri eldri mál en áður. Líkleg skýring er mikil umræða sem skapaðist í samfélaginu í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um málaflokkinn

     2.      Hversu margar kærur um kynferðisbrot leiddu til ákæru vegna brota gegn ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, á sömu árum?
    Sjá svar við 3. lið fyrirspurnarinnar.

     3.      Hversu margar ákæranna leiddu til sakfellingar, hversu margar til sýknu og hversu mörgum var vísað frá dómi?
    Í tilefni af fyrirspurninni aflaði ráðuneytið upplýsinga frá ríkissaksóknara. Í ársskýrslum ríkissaksóknara er gerð grein fyrir heildarfjölda kynferðisbrota sem bárust ákæruvaldinu og afdrifum þeirra mála bæði hjá ákæruvaldi og dómstólum. Það athugist að eitt mál kann að varða fleiri en eitt brot. Sömuleiðis kann ákæra að varða fleiri en eitt brot. Þess er sérstaklega getið ef fleiri en eitt mál eru sett saman í ákæru.
    Jafnframt ber að hafa í huga að lögregla hefur hætt rannsókn í þeim málum sem ekki bárust ákæruvaldinu á tímabilinu.
    Eftirfarandi umfjöllun er unnin úr ársskýrslum ríkissaksóknara frá árinu 2011 og 2015 og tölfræði ríkissaksóknara fyrir árið 2016 en árskýrsla embættisins fyrir það ár er enn í vinnslu. Umfjöllunin er tvískipt. Byrjað er á að fara yfir tölfræði fyrir árin 2007–2010 og síðan er farið yfir tölfræði fyrir árin 2011–2015.

Tölfræði ríkissaksóknara yfir kynferðisbrot tímabilið 2007–2010.
    Í eftirfarandi töflum má sjá tölfræði yfir fjölda kynferðisbrota sem bárust ákæruvaldinu á árunun 2007–2010 og afdrif mála. Tölfræðin er sundurgreind eftir ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

194.–199. gr. almennra hegningarlaga (nauðgun, kynferðisleg áreitni o.fl.).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2007 bárust ríkissaksóknara 71 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði.Af þeim voru 49 felld niður en gefin út ákæra í 19 málum. Í einni ákæru voru fjögur mál og er vakin athygli á því að þau eru í töflu talin sem fjórar ákærur. Á árinu 2008 bárust alls 46 mál. Af þeim voru 32 felld niður, eitt sent erlendis til afgreiðslu og ákært í 14 málum. Í einni ákæru voru tvö mál á hendur sama sakborningi.
    Á árinu 2009 bárust 42 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Af þeim voru 28 felld niður og ákæra gefin út í 14 málum. Einu máli er enn ólokið þar sem ákærði er farinn úr landi. Á árinu 2010 bárust 51 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Af þeim voru 24 felld niður en ákært í 25 málum. Rannsókn var hætt í tveimur málum

200.–202. gr. almennra hegningarlaga (kynferðisbrot gegn börnum, sifjaspell).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2007 bárust 66 mál sem voru talin varða við ákvæði 200.–202. gr. laganna. Af þessum 66 málum voru 29 felld niður. Ákært var í 37 málum. Á árinu 2008 bárust 73 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Af þessum 73 málum voru 26 felld niður en ákært í 39 málum. Í þremur var fallið frá saksókn og tveimur málum var lokið með ákærufrestun. Í einni ákæru voru 10 mál þar sem einn maður var ákærður. Á árinu 2009 bárust 80 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Niðurfelld voru 39 mál en ákært í 37. Tveimur málum var lokið með ákærufrestun og í einu máli var fallið frá saksókn og rannsókn var hætt í einu máli. Á árinu 2010 bárust 53 mál. Af þeim voru 23 mál felld niður en ákært í 23. Tveimur málum var lokið með ákærufrestun. Í fimm málum var rannsókn hætt.


204. gr. almennra hegningarlaga (gáleysi um aldur brotaþola).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2010 voru tvö mál heimfærð undir 204. gr. almennra hegningarlaga. Var ákært í þeim báðum.

206. gr. almennra hegningarlaga (vændiskaup o.fl.).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Árið 2009 voru tvö mál er heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Annað málið var fellt niður og ákært var í hinu. Á árinu 2010 voru 20 mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Gefin var út ákæra í 14 málum en sex mál voru felld niður.

209. gr. almennra hegningarlaga (blygðunarsemisbrot).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Alls bárust ríkissaksóknara 29 mál á árinu 2007 þar sem brot voru heimfærð undir 209. gr. almennra hegningarlaga. Ákært var í 12 málum þar af voru í einni ákæru fjögur mál saman vegna sama sakbornings og í annarri voru tvö mál saman. Á árinu 2008 bárust 35 mál og voru 14 þeirra felld niður með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellis. Samtals var gefin út 21 ákæra en í einni var ákært í átta málum á hendur sama manni. Á árinu 2009 voru 17 mál heimfærð undir ofangreint ákvæði. Sjö mál voru felld niður og gefin út ákæra í 10 málum. Í einu máli var ákæran afturkölluð. Á árinu 2010 voru 16 mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Eitt mál var fellt niður og ákært í 13. Einu máli var lokið með ákærufrestun og rannsókn var hætt í einu máli.

210. gr. almennra hegningarlaga (klám og barnaklám).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Í fimm af þeim 19 málum sem bárust á árinu 2007 voru fleiri en einn sakborningur og málin felld niður á hendur sumum en aðrir ákærðir í sama máli. Þau mál eru í töflunni talin með þeim málum sem ákært var í.
    Á árinu 2007 bárust ríkissaksóknara 19 mál sem heimfærð voru undir ákvæði 210. gr. almennra hegningarlaga. Ákært var í 12 málum. Í einni ákæru voru tvö mál og er vakin athygli á því að þau eru í töflu talin sem tvær ákærur. Þá voru fimm mál felld niður og tvö voru endursend lögreglu til frekari rannsóknar. Af þeim 19 málum sem bárust vörðuðu 16 þeirra ætluð brot gegn 4. mgr. ákvæðisins, tvö mál gegn 3. mgr. (afhending klámefnis til barna yngri en 18 ára) og eitt mál gegn 2. mgr. (innflutningur og útbreiðsla kláms). Á árinu 2008 bárust 11 mál. Eitt mál var fellt niður og gefnar út ákærur í tíu málum. Sakfellt var í þeim öllum. Í einu máli varðaði brotið við 3. mgr. 210. gr. og í níu málum varðaði brotið við 4. mgr. 210. gr. Á árinu 2009 bárust níu mál sem heimfærð voru undir ofangreint ákvæði. Þrjú málanna voru felld niður og gefin út ákæra í sex málum. Af þeim níu málum sem bárust vörðuðu sjö þeirra við 4. mgr. og eitt mál gegn 2. mgr. og eitt mál varðaði 2. og 4. mgr. 210 gr. laganna. Á árinu 2010 bárust sjö mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Rannsókn var hætt í einu máli og einu lokið með ákærufrestun og ákæra var gefin út í fimm málum.

Tölfræði ríkissaksóknara yfir kynferðisbrot tímabilið 2011–2015.
    Í eftirfarandi töflum má sjá tölfræði yfir fjölda kynferðisbrota sem bárust ákæruvaldinu á árunun 2011–2015 og afdrif málanna. Tölfræðin er sundurgreind eftir ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

194.–199. gr. almennra hegningarlaga (nauðgun, kynferðisleg áreitni o.fl.).

    Á árinu 2011 bárust 62 mál sem heimfærð voru undir 194.–199. gr. laganna. Af þeim voru 32 mál felld niður og gefin var út ákæra í 25 málum. Rannsókn var hætt í fjórum málum. Eitt mál var sent erlendis til afgreiðslu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Árið 2012 var tekin sú ákvörðun að flokka kynferðisbrot frekar niður og eru því brot gegn 194. gr. talin sér í fyrrgreindri töflu. Eru kynferðisbrot sem varða við 197.–199. gr. laganna. talin í töflu hér á eftir.
    Á árinu 2012 bárust 53 mál sem heimfærð voru undir ákvæðið. Af þeim voru 33 mál felld niður. Gefnar voru út ákærur í 19 málum. Eitt mál var sent erlendis til afgreiðslu. Á árinu 2013 bárust 64 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Af þessum 64 málum voru 36 felld niður og gefnar voru út ákærur í 24 málum. Rannsókn var hætt í fjórum málum. Á árinu 2014 bárust 64 mál er vörðuðu 194. gr. laganna. Af þessum 64 málum voru 40 mál felld niður, rannsókn var hætt í einu máli og ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í einu máli. Gefnar voru út ákærur í 22 málum. Á árinu 2015 bárust 46 mál er vörðuðu 194. gr. Af þessum 46 málum voru átta mál felld niður og búið er að gefa út ákærur í fjórum málum. Um áramótin 2015 voru 34 mál óafgreidd.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2012 bárust 15 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Gefnar voru út ákærur í 11 málum. Þrjú mál voru felld niður. Einu máli var lokið með skilorðsbundinni ákærufrestun. Á árinu 2013 bárust 15 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Átta mál voru felld niður. Fallið var frá saksókn í tveimur málum og rannsókn var hætt í einu máli. Gefnar voru út ákærur í fjórum málum. Á árinu 2014 bárust 15 mál sem snertu fyrrgreind ákvæði. Af þessum 15 málum voru níu felld niður og gefnar út ákærur í sex málum. Á árinu 2015 bárust 15 mál er vörðuðu við fyrrgreind ákvæði. Tvö mál hafa verið felld niður og gefin út ákæra í einu máli. Um áramótin 2015 voru 12 mál óafgreidd.

200.–202. gr. almennra hegningarlaga (kynferðisbrot gegn börnum, sifjaspell).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2011 bárust 57 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Af þessum 57 málum voru 23 mál felld niður og gefnar út ákærur í 29 málum. Einu máli var lokið með ákærufrestun. Tveimur málum var lokið með því að hætta rannsóknog tveimur lokið með því að fallið var frá saksókn. Á árinu 2012 bárust 72 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Af þessum 72 málum voru 28 mál felld niður og gefnar voru út ákærur í 39 málum. Þremur málum var lokið með skilorðsbundinni ákærufrestun. Einnig var fallið frá saksókn í tveimur málum. Á árinu 2013 bárust 63 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. 27 mál voru felld niður og gefnar voru út ákærur í 28 málum. Í einu máli var fallið frá saksókn og rannsókn var hætt í sex málum. Ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í einu máli. Á árinu 2014 bárust 63 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreind ákvæði. Af þessum 63 málum voru 34 felld niður en gefnar út ákærur í 18 málum. Ein ákæra var síðan afturkölluð þar sem málið var fyrnt og var það því fellt niður. Fallið var frá saksókn í einu máli. Skilorðsbundin ákærufrestun var gerð í átta málum. Enn á eftir að ljúka afgreiðslu í tveimur málum. Tvö mál eru ódæmd í héraði og eitt í Hæstarétti. Á árinu 2015 bárust 54 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Búið er að fella niður níu af þessum málum. Fallið var frá saksókn í einu máli og ákæra gefin út í níu málum. Um áramót voru 35 mál óafgreidd.

204. gr. almennra hegningarlaga (gáleysi um aldur brotaþola).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2011 var eitt mál heimfært undir fyrrgreint ákvæði. Ákært var í málinu og var sakfellt í héraði. Málinu var áfrýjað og vísaði Hæstiréttur því aftur heim í hérað. Var málinu áfrýjað aftur og var þá sakfellt. Á árinu 2012 var eitt mál heimfært undir fyrrgreint ákvæði. Málið var fellt niður. Á árinu 2013 barst ekkert mál sem heimfært var undir þetta ákvæði. Á árinu 2014 bárust fjögur mál er vörðuðu fyrrgreint ákvæði. Tvö voru felld niður, ákært var í einu máli og gefin út skilorðsbundin ákærufrestun í einu. Á árinu 2015 barst eitt mál er varðaði fyrrgreint ákvæði. Var ákært í því máli.

206. gr. almennra hegningarlaga (vændiskaup o.fl.).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2011 voru fimm mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Eitt málið var fellt niður og gefnar út ákærur í fjórum málum. Á árinu 2012 var eitt mál heimfært undir fyrrgreint ákvæði. Var ákært í því máli. Á árinu 2013 voru 68 mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Vörðuðu þau öll við 1. mgr. 206. gr. laganna. Af þessum 68 málum voru 35 felld niður. Gefnar voru út ákærur í 33 málum. Á árinu 2014 voru 74 mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Vörðuðu 72 þeirra við 1. mgr. 206. gr. og tvö við 2. mgr. 206. gr. Af þessum 72 málum sem vörðuðu 1. mgr. 206. gr. voru 26 mál felld niður en ákærur gefnar út í 45 málum. Í einu máli var rannsókn hætt og í einu var gefin út skilorðsbundin ákærufrestun. Vegna 2. mgr. 206. gr. laganna hefur aðeins annað málið verið afgreitt með niðurfellingu en hitt er óafgreitt. Á árinu 2015 voru fjögur mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Eitt mál varðaði 1. mgr. 206. gr. og eitt mál við 2. mgr. ákvæðisins. Tvö mál vörðuðu 3. mgr. 206. gr. Um áramót var eitt mál enn óafgreitt.

209. gr. almennra hegningarlaga (blygðunarsemisbrot).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Á árinu 2011 voru 15 mál heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Tvö mál voru felld niður. Fjórum málum var lokið með skilorðsbundinni ákærufrestun og gefnar voru út ákærur í níu málum. Á árinu 2012 bárust 13 mál sem voru heimfærð undir fyrrgreint ákvæði. Voru fjögur mál felld niður en gefin út ákæra í níu. Á árinu 2013 bárust 16 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Í 13 málum voru gefnar út ákærur. Þrjú mál voru felld niður. Á árinu 2014 bárust 17 mál sem heimfærð voru undir fyrrgreint ákvæði. Gefin var út ákæra í 11 málum, ein ákæran var afturkölluð og fallið var frá ákærulið fyrir brot gegn 209. gr. þar sem ákært var fyrir fleiri brot. Sex mál voru felld niður. Á árinu 2015 bárust 10 mál er vörðuðu við 209. gr. laganna. Búið er að ákæra í fimm málum en fimm mál voru óafgreidd um áramót.

210. gr. almennra hegningarlaga (klám og barnaklám).


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Í fyrrgreindri töflu má sjá tölur yfir fjölda mála sem heimfærð voru undir 210. gr. en algengast er að um sé að ræða brot gegn 4. mgr. ákvæðisins vegna vörslu á barnaklámi. Í júní 2012 var ákvæðinu breytt og brot sem áður vörðuðu við 4. mgr. 210. gr. voru eftir það heimfærð undir 210. gr. a laganna.
    Á árinu 2011 bárust 15 mál. Vörðuðu þau öll 4. mgr. 210. gr. Af þessum 15 málum var eitt mál fellt niður og gefin út ákæra í 14 málum. Ein ákæran var afturkölluð. Á árinu 2012 bárust fjögur mál. Eitt mál varðaði 4. mgr. og þrjú mál vörðuðu 1. mgr. 210. gr. a. Ákært var í þremur málum en eitt fellt niður. Á árinu 2013 bárust þrjú mál, vörðuðu þau öll 1. mgr. 210. gr. a laganna. Ákært var í tveimur málum. Eitt mál var fellt niður. Á árinu 2014 bárust níu mál er vörðuðu 1. mgr. 210. gr. a. Búið er að gefa út ákæru í sjö málum. Einu máli var lokið með því að fallið var frá saksókn. Eitt mál er enn óafgreitt. Á árinu 2015 bárust 13 mál er vörðuðu við 210. gr. a. Eitt mál var fellt niður og ákært í fjórum. Eitt mál varðaði 2. mgr. 210. gr. a og var ákært í því. Sjö mál voru óafgreidd um áramót. Tvö mál bárust á árinu 2015 sem vörðuðu við 2. mgr. 210. gr. Þau voru bæði óafgreidd um áramót.

Tölfræði ríkissaksóknara yfir kynferðisbrot fyrir árið 2016.
    Tölfræði fyrir árið 2016 hefur ekki verið gefin formlega en hún er birt í eftirfarandi töflum samkvæmt gögnum frá embætti ríkissaksóknara. Tölur fyrir árið 2015 koma einnig fram en með þeim er hægt að sjá þróun þeirra mála frá áramótum 2015. Það athugist að tölurnar hafa breyst lítillega varðandi brot gegn 200.–202. gr., 209. gr. og 210. gr. almennra hegningarlaga en það skýrist af því að heimfærsla til refsiákvæða í nokkrum málum hefur breyst í meðförum ákæruvaldsins.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.