Ferill 446. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 591  —  446. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra að breyta þurfi reglum um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða í VII. kafla laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með tilliti til krafna um að fjárfestingar lífeyrissjóða þjóni loftslagsmarkmiðum og markmiðum um sjálfbærni og ef svo er, hvernig?
     2.      Telur ráðherra að breyta þurfi fyrrnefndum lagareglum með tilliti til stefnumörkunar um að starfsemi sem lífeyrissjóðir fjárfesti í standist kröfur um virðingu fyrir almennum mannréttindum og réttindum barna sérstaklega og ef svo er, hvernig?
     3.      Telur ráðherra ástæðu, með tilvísan til 5. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 113/2016, sem taka gildi 1. júlí 2017, að koma á fót siðaráði lífeyrissjóðanna sem gefi álit á því hvort fjárfestingar uppfylli markmið um ábyrga og félagslega haldbæra fjárfestingu eða hvernig telur ráðherra að tryggja beri að lífeyrissjóðir setji sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum og fylgi þeim eftir?