Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 598  —  447. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um upprunaábyrgð raforku.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til ábendingar í skýrslunni Upprunaábyrgðir í íslensku samhengi, frá mars 2016, um að hætt sé við að uppruni íslenskrar orku sé í reynd tvínýttur í viðskiptum, þ.e. bæði hér á landi og erlendis, sem fer gegn skuldbindingum EES-samningsins og ákvæðum íslenskra og erlendra laga og hvernig telur ráðherra að bæta eigi úr þessu?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til ábendingar í fyrrnefndri skýrslu um að þörf sé á skýrari ákvæðum um upplýsingagjöf orkunotenda og eftirlitsúrræði stjórnvalda og hvernig telur ráðherra rétt að bregðast við?
     3.      Telur ráðherra þátttöku í evrópska upprunaábyrgðakerfinu fyrir raforku hagstæða fyrir íslensk fyrirtæki og almenning með tillit til þess að hún felur í sér að ímynd óhreinnar orku (kola, kjarnorku, jarðolíu) færist hingað að verulegu leyti?
     4.      Hefur verið lagt mat á kostnað íslenskra raforkunotenda vegna upprunaábyrgða raforku og áhrif viðskiptakerfis með upprunaábyrgðir á ímynd íslenskra fyrirtækja og framleiðslu þeirra og ímynd Íslands sem framleiðanda hreinnar orku eða er slík matsgerð áformuð?
     5.      Telur ráðherra að við rök eigi að styðjast þær áhyggjur matvælaframleiðenda að viðskipti með upprunaábyrgðir raforku geti valdið því að ekki verði unnt að fá vottun á lífræna framleiðslu og ef svo er, hvernig telur ráðherra að eigi að bregðast við?


Skriflegt svar óskast.