Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 601  —  450. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um ávinning af styttingu framhaldsskóla.

Frá Bessí Jóhannsdóttur.


     1.      Hver er áætlaður fjárhagslegur ávinningur af styttingu framhaldsskólanna á ári eftir að styttingin hefur komið til framkvæmdar?
     2.      Munu skólarnir njóta þessa ávinnings til eflingar innra starfs, og þá einkum þjónustu við nemendur?
     3.      Hvert er árlegt framlag til nemenda framhaldsskólanna árin 2009–2017?
     4.      Er uppi áætlun um að stytta enn frekar nám til stúdentsprófs og skapa meiri samfellu milli skólastiga?


Skriflegt svar óskast.