Ferill 259. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 611  —  259. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um fósturbörn.


     1.      Hversu mörg börn voru árlega í fóstri á árunum 2006–2016, sundurliðað eftir ættingjafóstri og fóstri hjá ótengdum einstaklingum?
    Í eftirfarandi töflu koma fram upplýsingar frá Barnaverndarstofu um fjölda barna í varanlegu (VF), tímabundnu (TF) og styrktu fóstri (SF). Fóstur getur verið tímabundið eða varanlegt en ef barn þarfnast sérstakra umönnunar og þjálfunar á fósturheimili getur því verið ráðstafað í styrkt fóstur skv. 4. mgr. 65. gr. barnaverndarlaga og þá greiðir ríkið hluta kostnaðarins.
    Kyngreindum upplýsingum um fósturbörn hefur verið safnað saman frá árinu 2007. Upplýsingar um fósturvistanir hjá ættingjum annars vegar og hjá óskyldum aðilum hins vegar hafa verið teknar saman frá árinu 2011. Tölur vegna ársins 2016 miðast við fjölda tilkynninga um gerð fóstursamninga frá barnaverndarnefndum. Þær tölur geta þó breyst lítillega þegar skýrslur barnaverndarnefnda um starfsemi þeirra liggja fyrir, en skv. 1. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, ber nefndunum að skila þeim eigi síðar en 1. maí ár hvert.

Árið 2006 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 194 138 11 343
Stúlkur - - - -
Drengir - - - -
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - -
Árið 2007 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 196 143 20 359
Stúlkur 105 85 13 203
Drengir 91 58 7 156
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - -
Árið 2008 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 203 134 21 358
Stúlkur 96 58 10 164
Drengir 107 76 11 194
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - -
Árið 2009 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 182 123 20 325
Stúlkur 87 58 9 154
Drengir 95 65 11 171
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - -
Árið 2010 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 170 132 21 323
Stúlkur 78 54 10 142
Drengir 92 78 11 181
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - 317
Árið 2011 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 165 140 30 335
Stúlkur 74 64 11 149
Drengir 91 76 19 186
Hjá ættingjum 66 53 0 119
Hjá óskyldum 99 87 30 216
Fjöldi einstaklinga - - - 327
Árið 2012 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 181 132 27 340
Stúlkur 86 68 5 159
Drengir 95 64 22 181
Hjá ættingjum 70 43 0 113
Hjá óskyldum 111 89 27 227
Fjöldi einstaklinga - - - 339
Árið 2013 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 194 109 24 327
Stúlkur 95 58 5 158
Drengir 99 51 19 169
Hjá ættingjum 86 33 0 119
Hjá óskyldum 108 76 24 208
Fjöldi einstaklinga - - - 319
Árið 2014 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 211 124 22 357
Stúlkur 108 66 6 180
Drengir 103 58 16 177
Hjá ættingjum 93 35 0 128
Hjá óskyldum 118 89 22 229
Fjöldi einstaklinga - - - 332
Árið 2015 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 235 116 28 379
Stúlkur 120 65 9 194
Drengir 115 51 19 185
Hjá ættingjum 107 35 0 142
Hjá óskyldum 128 81 28 237
Fjöldi einstaklinga - - - 368
Árið 2016 VF TF SF Samtals
Fjöldi barna í varanlegu, tímabundnu og styrktu fóstri 248 112 29 389
Stúlkur - - - -
Drengir - - - -
Hjá ættingjum - - - -
Hjá óskyldum - - - -
Fjöldi einstaklinga - - - -

     2.      Hversu hátt hlutfall fósturbarna útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hversu hátt hlutfall lýkur framhaldsskólaprófi?
    Upplýsingum um útskriftir fósturbarna úr annars vegar grunnskólum og hins vegar framhaldsskólum hefur ekki verið safnað saman með skipulegum hætti. Það er mat ráðuneytisins að um mikilvægar upplýsingar sé að ræða sem geti varpað frekara ljósi á árangur fósturráðstafana og afdrif fósturbarna. Ráðuneytið mun því kanna hvort unnt sé að ráðast í frekari rannsóknir eða upplýsingaöflun hvað þetta varðar.

     3.      Hversu mörg börn hætta í fóstri árlega, áður en þau verða 18 ára og eftir að þau verða 18 ára?
    Tölurnar í eftirfarandi töflu byggjast á tilkynningum barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu um gerð fóstursamninga. Tölur um fósturráðstafanir ungmenna á aldrinum 18–20 ára liggja fyrir frá árinu 2013 en skv. 3. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, geta barnaverndaryfirvöld ákveðið, með samþykki ungmennis, að ráðstafanir sem gerðar eru á grundvelli laganna haldist eftir að þau eru orðin 18 ára, allt til 20 ára aldurs.

Fjöldi barna sem fór úr fóstri á árinu 2006 2007 2008 2009 2010
Úr fóstri yngri en 18 ára 83 80 83 82 83
Úr fóstri 18 ára og eldri
Fjöldi barna sem fór úr fóstri á árinu 2011 2012 2013 2014 2015
Úr fóstri yngri en 18 ára 81 73 62 47 59
Úr fóstri 18 ára og eldri 10 10 12

     4.      Hvaða stuðning fá fósturbörn frá hinu opinbera eftir að fóstri lýkur, áður en þau verða 18 ára og eftir að þau verða 18 ára?

    Samkvæmt 7. gr. barnaverndarlaga fer Barnaverndarstofa með umsjón fósturmála og sér um námskeiðshald fyrir fósturforeldra og annast leyfisveitingar til þeirra. Þá heldur stofan jafnframt skrá yfir tiltæka fósturforeldra og veitir barnaverndarnefndum liðsinni í fósturmálum. Skv. 76. gr. barnaverndarlaga er það hlutverk barnaverndarnefndar sem ráðstafar barni í fóstur að veita því nauðsynlegan stuðning á meðan fóstur varir og fylgjast með aðbúnaði og líðan barnsins og því að ráðstöfun nái tilgangi sínum. Það er sömuleiðis á hendi viðkomandi barnaverndarnefndar og félagsþjónustu að veita barni eða ungmenni stuðning og þjónustu eftir lok fósturráðstöfunar. Um útfærslu þjónustunnar hverju sinni fer eftir aðstæðum og þörfum viðkomandi einstaklings.