Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 616  —  454. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni.

Frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur.


     1.      Er fyrirhugað að bæta kyneinkennum við þær mismunarbreytur sem taldar eru upp í lögum á málasviði ráðherra?
     2.      Hefur ráðherra kynnt sér lagabreytingar Möltu í málefnum fólks með ódæmigerð kyneinkenni? Ef svo er, hyggst hann beita sér fyrir álíka breytingum hérlendis?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér sérstaklega fyrir vernd og réttindum trans- og intersex-fólks hérlendis og þá hvernig?


Skriflegt svar óskast.