Ferill 455. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 617  —  455. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um málefni trans- og intersex-fólks.

Frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur.


     1.      Mun ráðherra ráðast í endurskoðun á lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda og ef svo er:
                  a.      munu trans- og intersex-einstaklingar fá aðkomu að þeirri endurskoðun,
                  b.      hvenær sér ráðherra fyrir sér að þessi vinna geti farið af stað?
     2.      Hversu margar aðgerðir hafa verið gerðar á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni frá og með árinu 2000, sundurliðað eftir árum?
     3.      Mun ráðherra leggja fram frumvarp til laga eða setja reglugerð um heilbrigðisþjónustu trans- og intersex-barna?


Skriflegt svar óskast.