Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 639  —  461. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rannsóknarnefnd almannavarna.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvert er að mati ráðherra mikilvægi rannsóknarnefndar almannavarna sem samkvæmt lögum nr. 82/2008, um almannavarnir, á að rannsaka viðbragðsáætlanir, viðbrögð viðbragðsaðila og fleira að afloknu hættuástandi?
     2.      Hvað líður setningu reglugerðar sem ráðherra ber að setja skv. 34. gr. laganna um starfsemi rannsóknarnefndarinnar?
     3.      Telur ráðherra að umbúnaður, fjármögnun og aðstæður nefndarinnar séu með þeim hætti að hún geti uppfyllt lagaskyldur? Ef svo er ekki, mun ráðherra beita sér í þá veru að tryggja viðeigandi umbúnað og aðstæður?


Skriflegt svar óskast.