Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 670  —  312. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurskoðendur,
nr. 79/2008, með síðari breytingum (eftirlitsgjald).


Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsögn barst frá endurskoðendaráði. Með frumvarpinu er lagt til að árlegt gjald sem endurskoðendur greiða í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við störf endurskoðendaráðs hækki úr 50.000 kr. í 80.000 kr. Núverandi gjald dugar ekki til að mæta kostnaðinum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Vilhjálmur Bjarnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Orri Páll Jóhannsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir rita undir álitið með fyrirvara um fjárhæð gjaldsins.

Alþingi, 26. apríl 2017.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Brynjar Níelsson.
Lilja Alfreðsdóttir. Orri Páll Jóhannsson,
með fyrirvara.
Ómar Ásbjörn Óskarsson.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, með fyrirvara. Smári McCarthy. Vilhjálmur Bjarnason.