Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 690  —  491. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um málefni Hugarafls.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Fór fram úttekt eða mat á starfsemi samtakanna Hugarafls áður en fjárveitingar til starfseminnar voru lækkaðar svo mikið sem raun er á í fjárlögum fyrir árið 2017?
     2.      Hverjar eru meginforsendur þess að fjárveitingar til starfsemi Hugarafls voru lækkaðar svo mjög?
     3.      Hefur ráðherra rætt málefni Hugarafls við forráðamenn samtakanna eða hyggst hann gera það? Ef svo er ekki, þá hvers vegna?
     4.      Hvert telur ráðherra að hlutverk samtaka á borð við Hugarafl sé eða eigi að vera? Hver telur ráðherra að afstaða hins opinbera til slíkra samtaka eigi að vera og hvernig telur hann að hún eigi að birtast?