Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 766  —  530. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um einkavæðingu Vélskólans.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvað greiddi Menntafélagið ehf., eða eigendur þess, íslenska ríkinu fyrir Vélskólann?
     2.      Hvert var virði þeirra eigna, í íslenskum krónum að núvirði, sem runnu til Menntafélagsins ehf. og inn í Fjöltækniskólann frá íslenska ríkinu við einkavæðingu Vélskólans? Hverjar voru þessar eignir?
     3.      Fékk íslenska ríkið eignarhlut í Fjöltækniskólanum að lokinni einkavæðingu Vélskólans með flutningi hans til Menntafélagsins ehf.?
     4.      Rann Vélskólinn ásamt öllum eignum frá íslenska ríkinu inn í Fjöltækniskólann/Menntafélagið ehf. án nokkurs endurgjalds?


Skriflegt svar óskast.