Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 769  —  533. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um einkavæðingu þeirra skóla sem nú tilheyra Tækniskólanum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvað hefur Tækniskólinn, eða núverandi og fyrri eigendur hans, greitt íslenska ríkinu fyrir þá skóla sem íslenska ríkið hefur einkavætt og síðan hafa myndað Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann?
     2.      Hvert var virði þeirra eigna, í íslenskum krónum að núvirði, sem runnið hafa til Tækniskólans, eða núverandi og fyrri eigenda hans, frá íslenska ríkinu við einkavæðingu á þeim skólum sem nú mynda Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann? Hverjar voru þessar eignir?
     3.      Hefur íslenska ríkið fengið eignarhlut í Tækniskólanum, eða áður Fjöltækniskólanum, að lokinni einkavæðingu á þeim skólum sem nú mynda Tækniskólann, áður Fjöltækniskólann?


Skriflegt svar óskast.