Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 772  —  216. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um Seðlabanka Íslands, lögum um neytendalán og lögum um fasteignalán til neytenda (lán tengd erlendum gjaldmiðlum).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÁslS, BN, ÓBK, JSV, VilB).


     1.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „u-lið“ komi: v-lið.
                  b.      Í stað tilvísunarinnar „o-lið“ komi: p-lið.
     2.      6. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      Á undan a-lið kemur nýr stafliður sem orðast svo: Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar.
                  b.      Á eftir g-lið kemur nýr stafliður sem orðast svo: Lán tengd erlendum gjaldmiðlum: Lán:
                      1.      tilgreint í eða bundið öðrum gjaldmiðli en tekjur neytanda og eignir sem hann ætlar til endurgreiðslu lánsins, eða
                      2.      tilgreint í eða bundið öðrum gjaldmiðli en gjaldmiðli þess aðildarríkis sem neytandi er búsettur í.
     3.      Orðið „viðeigandi“ í c-lið 8. gr. falli brott.
     4.      Á eftir 8. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                 Í stað orðanna „a- og g-lið 5. gr.“ í f-lið 5. mgr. 12. gr. laganna kemur: b- og h-lið 5. gr.
     5.      Í stað tilvísunarinnar „u-lið“ í 9. gr. komi: v-lið.
     6.      2. efnismgr. 11. gr. orðist svo:
                 Neytandi getur óskað eftir að fá niðurgreiðslutöflu verðtryggðs láns á föstu verðlagi.
     7.      Við 12. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: W-liður orðast svo: 25. gr. um sérstaka upplýsingaskyldu lánveitanda.
     8.      B-liður 16. gr. orðist svo: 3. tölul. orðast svo: hefur staðist greiðslumat og leggur fram fjárhagslegar tryggingar sem draga verulega úr gjaldeyrisáhættu hans vegna lánsins á lánstímanum.
     9.      19. gr. falli brott.
     10.      20. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2017.