Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 777  —  537. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um þróun ferðaþjónustu.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hver er fjöldi fyrirtækja á Íslandi núna sem býður upp á gistingu, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     2.      Hver er fjöldi fyrirtækja á Íslandi núna sem býður upp á afþreyingu tengda ferðaþjónustu, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     3.      Hver er fjöldi bílaleiga á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     4.      Hver er fjöldi rútufyrirtækja á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     5.      Hver er fjöldi ferðaskrifstofa á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     6.      Hver er fjöldi starfandi leiðsögumanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     7.      Hver er fjöldi menntaðra leiðsögumanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     8.      Hver er fjöldi ferðamanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
     9.      Hver hefur mismunurinn verið á áætluðum fjölda ferðamanna til landsins og raunverulegum fjölda síðastliðin ár? Svar óskast sundurliðað fyrir ár hvert tímabilið 2012–2016.


Skriflegt svar óskast.