Ferill 539. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 788  —  539. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskmarkaði.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hyggst ráðherra styðja með einhverjum hætti við uppbyggingu fiskmarkaða í brothættum byggðum? Ef svo er, hvernig?
     2.      Hyggst ráðherra leggja fram lagafrumvarp um að lágmarkshlutfall nýtingarréttar landaðs afla verði seldur á fiskmarkaði? Ef svo er, hvenær?
     3.      Hvaða efnahagslegu áhrif hefði það ef allur fiskur yrði seldur á fiskmarkaði?
     4.      Hyggst ráðherra leggja fram lagafrumvarp um aðskilnað veiða og vinnslu og takmarka þar með lóðrétta samþættingu útgerðar og fiskvinnslu?


Skriflegt svar óskast.