Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 802  —  546. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um liðskiptaaðgerðir erlendis.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hver er heildarupphæðin sem Sjúkratryggingar Íslands greiddu fyrir þá fimm einstaklinga sem fóru í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar á vegum Klíníkurinnar og fjölmiðlar hafa fjallað um? Svar óskast sundurliðað eftir kostnaðarliðum og með vísan í viðeigandi reglugerðarákvæði.
     2.      Hvernig fer kostnaðargreining á slíkum aðgerðum fram?
     3.      Hefur ráðherra áform um að vinna enn frekar að styttingu biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum og ef svo er, hvernig eru þau áform?


Skriflegt svar óskast.