Ferill 556. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 836  —  556. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um íbúðarhúsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


     1.      Hversu margar íbúðir eða herbergi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur Útlendingastofnun tekið á leigu á hverju ári frá árinu 2010?
     2.      Hvort hafa leigusamningar um framangreint íbúðarhúsnæði verið til langs eða skamms tíma og hafa útboð farið fram á þessum búsetuúrræðum?
     3.      Hver hefur verið fermetrafjöldi á hvern einstakling, hvert hefur verið leiguverð á fermetra og hvernig er dreifing leiguhúsnæðisins eftir póstnúmerum?


Skriflegt svar óskast.