Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 837  —  557. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um brunavarnaáætlanir.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Í hversu mörgum sveitarfélögum liggja fyrir samþykktar brunavarnaáætlanir fyrir slökkvilið og fyrir hversu mörg sveitarfélög hefur engin brunavarnaáætlun verið gerð?
     2.      Hversu margar brunavarnaáætlanir hafa ekki verið endurskoðaðar eftir fimm ár eins og kveðið er á um í lögum um brunavarnir? Er einhver eftirfylgni með því að brunavarnaáætlanir séu gerðar og endurskoðaðar og ef svo er ekki, telur ráðherra rétta að beita sér fyrir stífari eftirfylgni?
     3.      Býðst litlum slökkviliðum einhver stuðningur við að framfylgja brunavarnaáætlunum?
     4.      Er gert ráð fyrir kostnaði vegna brunavarnaáætlana í tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga?

Skriflegt svar óskast.