Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 859  —  385. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta, tolla og gjöld (samsköttun félaga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda, leigutekjur, virðisaukaskattur, vörugjald af grindarbílum o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, ÁslS, BN, JSV, VilB).


     1.      3. gr. falli brott.
     2.      1. og 2. málsl. a-liðar 5. gr. orðist svo: Tekjurnar stafi af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög, enda séu hinar útleigðu sérgreindu fasteignir ekki fleiri en tvær. Frá tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis, sem fellur undir húsaleigulög, er heimilt að draga leigugjald sem hann greiðir af íbúðarhúsnæði til eigin nota.
     3.      7. gr. orðist svo:
                 2. og 3. málsl. a-liðar 5. tölul. 70. gr. laganna orðast svo: Þegar um er að ræða tekjur manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög er heimilt að taka tillit til frádráttar skv. a-lið 1. mgr. 58. gr. a. Þó skal ekki leggja tekjuskatt á 50% af tekjum manns af útleigu íbúðarhúsnæðis sem fellur undir húsaleigulög.
     4.      Í stað orðanna „undanþegnir eru“ í 10. gr. komi: skulu vera undanþegnir.
     5.      Í stað orðanna „alþjóða- eða“ í 10., 11., 19. og 25. gr. komi: alþjóðasamningum.
     6.      Í stað orðanna „undanþegnir eru“ í 11., 19. og 25. gr. komi: undanþegnir skulu.
     7.      Á eftir 12. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Í stað orðanna „meðferðis við komu“ í 1. mgr. 162. gr. laganna kemur: við komu.
     8.      13. gr. orðist svo:
                 Orðið „stórfelldu“ í 1., 2. og 3. mgr. 172. gr. laganna fellur brott.
     9.      Síðari efnismálsliður b-liðar 15. gr. orðist svo: Með viðbættu vöruflutningarými er átt við vörukassa eða vörupall sem ekki er sambyggður ökumannshúsinu og myndar ekki sjónræna heild með því hvað varðar lögun, lit eða efni.
     10.      Í stað orðsins „alþjóða-“ í 16., 18., 20., 21., 23. og 24. gr. komi: alþjóðasamninga.
     11.      Á undan tilvísuninni „9207.1001–9207.9000“ í a-lið 17. gr. komi: tollskrárnúmerunum.
     12.      Inngangsmálsgrein 19. gr. orðist svo:
                 Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, svohljóðandi.
     13.      Inngangsmálsgrein 25. gr. orðist svo:
                 Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi.
     14.      26. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
              1.      Ákvæði 1. gr., a-liðar 2. gr., 5. gr., a-liðar 6. gr. og 7., 8., 12.–15. og 17. gr. öðlast þegar gildi.
              2.      Ákvæði 3. gr. öðlast gildi og kemur til framkvæmda 1. janúar 2018.
              3.      Ákvæði b- og c-liðar 2. gr. og b-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2018 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019.
              4.      Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2017 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2018 nema a-liður 1. mgr. greinarinnar sem öðlast gildi 1. janúar 2018 og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2019.
              5.      Ákvæði 9.–11., 16. og 18.–25. gr. öðlast gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2017.