Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 870  —  573. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um tekjur og gjöld stofnana á málefnasviði ráðherra.

Frá Jóni Þór Ólafssyni og Birni Leví Gunnarssyni.


    Hverjar eru tekjur og gjöld þeirra stofnana sem heyra undir málefnasvið ráðherra og hver er áætluð þróun útgjalda samkvæmt fjármálaáætlun 2018–2022? Óskað er eftir sundurliðun eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, sundurliðað í launakostnað og rekstrarkostnað, skipt eftir lögbundnum verkefnum, þ.m.t. tímabundnum verkefnum, yfirstandandi og fyrirhuguðum, og öðrum kostnaðarliðum.


Skriflegt svar óskast.