Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 896  —  477. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um eignasafn lífeyrissjóðanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu stór hluti eignasafns lífeyrissjóðanna er bundinn í starfsemi sem felst í vinnslu og sölu jarðefnaeldsneytis? Svarið óskast sundurliðað fyrir hvern lífeyrissjóð um sig og eftir erlendum og innlendum fjárfestingum.
     2.      Eiga einhverjir lífeyrissjóðanna eignir í fyrirtækjum sem framleiða vopn eða íhluti í vopn? Ef svo er, hverjar eru þær eignir, hvaða sjóðir eiga þær og hvort eru þær erlendar eða innlendar?


    Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, getur alþingismaður óskað upplýsinga eða svars frá ráðherra um opinbert málefni. Í 3. mgr. 49. gr. þingskapalaga segir: „Með opinberu málefni er átt við sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi ríkisins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins og annast stjórnsýslu eða veita almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings.“
    Lífeyrissjóðir eru ekki ríkisstofnanir eða félög sem annast stjórnsýslu eða veita opinbera þjónustu. Lífeyrissjóðir eru einkaréttaraðilar og ákvarðanir þeirra eru einkaréttarlegs eðlis. Ráðuneytið getur því ekki krafist þess að lífeyrissjóðir veiti þær upplýsingar sem óskað er eftir og því er ekki mögulegt að verða við ósk fyrirspyrjanda um þær upplýsingar sem hann biður um.