Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 916  —  400. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um vátryggingasamstæður.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, VilB, BN, JSV, ÁslS, LA).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      9. og 10. tölul. falli brott.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Skilgreiningar III. kafla laga um vátryggingastarfsemi gilda þar sem orðskýringum sleppir.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „8.–44. gr.“ í a- og b-lið 1. mgr. komi: II.–V. kafla.
                  b.      Í stað orðanna „45.–48. gr.“ í c-lið 1. mgr. komi: VI. kafla.
                  c.      Í stað orðanna „49. gr.“ í d-lið 1. mgr. komi: VII. kafla.
                  d.      Orðið „félaga“ í 3. mgr. falli brott.
     3.      4. mgr. 12. gr. orðist svo:
                 Telji Fjármálaeftirlitið að tilteknir viðurkenndir gjaldþolsliðir til að mæta gjaldþolskröfu dóttur- eða hlutdeildarfélags sem falla ekki undir 3. mgr. séu ekki tiltækir til að mæta gjaldþolskröfu hluteignarfélags sem gjaldþolsstaða vátryggingasamstæðu er metin fyrir má einungis taka þá liði með í útreikninginn ef viðurkennt er að þeir geti mætt gjaldþolskröfu dóttur- eða hlutdeildarfélagsins.
     4.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað orðanna „gjaldþolsliða sem viðurkenndir eru“ í 1. og 2. mgr. komi: viðurkenndra gjaldþolsliða.
                  b.      Í stað orðanna „gjaldþolsliði sem viðurkenndir eru“ í 3. mgr. komi: viðurkennda gjaldþolsliði.
     5.      Í stað orðanna „gjaldþolsliðum sem viðurkenndir eru“ í 2. mgr. 15. gr. komi: viðurkenndum gjaldþolsliðum.
     6.      Við 16. gr.
                  a.      Orðið „ríki“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „gjaldþolsliða sem viðurkenndir eru“ í 2. mgr. komi: viðurkenndra gjaldþolsliða.
     7.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað orðsins „metnum“ í 2. mgr. komi: sem metnir eru.
                  b.      Á eftir orðunum „11.–19. gr.“ í 5. mgr. komi: þessara laga.
     8.      Við 23. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „skv. 2. mgr.“ og á eftir orðunum „skv. 3. mgr.“ í 1. mgr. komi: annars vegar; og: hins vegar.
                  b.      2. málsl. 4. mgr. orðist svo: Þá skal taka tillit til sameiginlegra hagsmuna og við mat á liðum skv. 2. og 3. mgr. skal taka tillit til hlutdeildar hluteignarfélagsins í samræmi við beint og óbeint eignarhald.
     9.      Í stað orðanna „VI. kafla“ í 2. mgr. 24. gr. komi: XVI. kafla.
     10.      Við 26. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þess að ná“ í 2. mgr. komi: að komast að.
                  b.      Í stað orðanna „1. og 3. mgr. 44. gr.“ í 5. mgr. komi: 1. mgr. 44. gr.
     11.      A-liður 6. mgr. 28. gr. orðist svo: eftir að fjögurra mánaða frestur skv. 2. mgr. eða mánaðarfrestur skv. 3. mgr. er liðinn.
     12.      Við 29. gr.
                  a.      Í stað orðanna „5. mgr.“ í 5. mgr. komi: 4. mgr.
                  b.      Við 5. mgr. bætist: um það.
     13.      Í stað orðanna „5. mgr.“ í 7. mgr. 33. gr. komi: 6. mgr.
     14.      Í stað orðanna „í vátryggingastarfsemi“ í 4. tölul. b-liðar 2. mgr. 34. gr. komi: á vátryggingasviði.
     15.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skv. 8.–32. gr.“ í c-lið 1. mgr. komi: skv. II. og III. kafla.
                  b.      Í stað orðsins „stjórnarhætti“ í d-lið 1. mgr. komi: stjórnkerfi.
                  c.      Á eftir orðunum „43. gr.“ í d-lið 1. mgr. komi: laga þessara.
                  d.      Í stað orðanna „skv. 26.–38. gr.“ í f-lið 1. mgr. komi: skv. 26.–29. gr.
                  e.      Í stað orðsins „eftirlitsstofnana“ í 7. mgr. komi: eftirlitsstjórnvalda.
     16.      Í stað orðanna „45. gr.“ í 43. gr. komi: 41. gr.
     17.      Í stað orðanna „8.–33. gr.“ í 1. mgr. 44. gr. komi: II.–IV. kafla.
     18.      Orðin „í ríki“ í 3. mgr. 45. gr. falli brott.
     19.      46. gr. orðist svo:
                 Teljist eftirlit utan aðildarríkja vera jafngilt eftirliti samkvæmt lögum þessum skv. 45. gr. skal eftirlit með vátryggingasamstæðu vera hjá eftirlitsstjórnvaldi þess ríkis í samræmi við V. kafla.
                 Ákvæði V. kafla gilda um samstarf Fjármálaeftirlitsins við eftirlitsstjórnvöld utan aðildarríkja.
     20.      Við 47. gr.
                  a.      Í stað orðanna „8.–44. gr.“ í 2. mgr. komi: II.–V. kafla.
                  b.      Orðin „í ríkjum“ í 2. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „metinni“ tvívegis í 3. mgr. komi: sem metin er.
                  d.      Orðin „í ríki“ í 3. mgr. falli brott.
     21.      Við 48. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ef móðurfélag skv. 45. gr. er sjálft dótturfélag eignarhaldsfélags á vátryggingasviði eða blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi, sem er með höfuðstöðvar utan aðildarríkja eða er dótturfélag vátryggingafélags utan aðildarríkja, skal Fjármálaeftirlitið eingöngu sannreyna að endanlegt móðurfélag hafi jafngilt eftirlit.
                  b.      Orðin „í ríki“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
     22.      Fyrirsögn VI. kafla orðist svo: Ríki önnur en aðildarríki.
     23.      Orðin „í ríki“ í c-lið 1. mgr. 54. gr. falli brott.
     24.      Við 55. gr.
                  a.      Við 1. málsl. bætist: (Gjaldþolsáætlun II).
                  b.      Á eftir orðinu „tilskipunar“ í 2. málsl. komi: Evrópuþingsins og ráðsins.