Ferill 553. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 920  —  553. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016, og lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (framkvæmd og dagsetningar).

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð til að styrkja framkvæmd laganna og lagt er til að dagsetningu í ákvæði til bráðabirgða II í lögum um opinber fjármál verði breytt.
    Í umræðum um málið í þingsal voru reifaðar hugmyndir um að lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð yrðu látin ná til kaupa einstaklinga, sem misst hefðu fasteign við nauðungarsölu vegna bankahrunsins, á nýrri fasteign. 1. minni hluti tekur undir þær hugmyndir og beinir því til fjármála- og efnahagsráðherra að taka þær til nánari skoðunar og leggja frumvarp um efnið fyrir Alþingi fyrir árslok 2017.
    Fyrsti minni hluti leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Lilja Alfreðsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir sat fundinn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 26. maí 2017.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Brynjar Níelsson. Njáll Trausti Friðbertsson.
Vilhjálmur Bjarnason.