Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 945  —  376. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (EES-reglur, losun frá iðnaði og skráningarskylda).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Í stað orðsins „Umhverfisstofnun“ í 19. tölul. e-liðar 6. gr., síðari málslið 2. mgr. a-liðar, 3.–6. mgr. b-liðar, 4. mgr. d-liðar og hvarvetna í i- og j-lið 7. gr., 3.–5. efnismgr. g-liðar (er verði b-liður) 1. tölul., b-lið 2. tölul. og z-lið 3. tölul. 49. gr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: útgefandi starfsleyfis; og í stað orðsins „Umhverfisstofnunar“ í síðari málslið 3. mgr. b-liðar 7. gr. og 3. efnismgr. g-liðar (er verði b-liður) 1. tölul. 49. gr. komi: útgefanda starfsleyfis.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „gefur út“ í 1. málsl. 1. mgr. a-liðar komi: eða heilbrigðisnefndir gefa út.
                  b.      Á eftir 2. málsl. 1. mgr. a-liðar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er heimilt, ef ríkar ástæður mæla með því og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og eftir atvikum heilbrigðisnefndar, að veita tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi.
                  c.      Við 3. málsl. (er verði 4. málsl.) 1. mgr. a-liðar bætist: að teknu tilliti til annarrar löggjafar.
                  d.      Fyrri málsliður 2. mgr. a-liðar orðist svo: Gefa skal út starfsleyfi til tiltekins tíma.
                  e.      Á eftir orðunum „breyta starfsleyfi“ í síðari málslið 2. mgr. a-liðar komi: áður en gildistími þess er liðinn.
                  f.      Á eftir orðunum „reglum um mengunarvarnir“ í síðari málslið 2. mgr. a-liðar komi: eða ef breyting verður á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags.
                  g.      Í stað orðanna „viðauka I–V“ í 1. mgr. b-liðar komi: viðauka I–III.
                  h.      Við 1. mgr. b-liðar bætist nýr málsliður sem orðist svo: Heilbrigðisnefndir gefa út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sbr. viðauka IV og V, sbr. þó 8. gr.
                  i.      Við 5. mgr. b-liðar bætist nýr málsliður sem orðist svo: Birting á vefsíðu útgefanda starfsleyfis telst vera opinber birting.
                  j.      Í stað orðanna „viðauka II–V“ í 1. mgr. c-liðar komi: viðauka III–V.
                  k.      Í stað orðanna „Umhverfisstofnun skal“ í 5. mgr. d-liðar komi: Heilbrigðisnefndir skulu.
                  l.      Við 3. mgr. k-liðar bætist nýr málsliður sem orðist svo: Umhverfisstofnun skal senda skýrslu um grunnástand til viðkomandi sveitarstjórnar.
                  m.      5. og 6. mgr. k-liðar orðist svo:
                      Við endanlega stöðvun starfseminnar og þegar heilsufari manna eða umhverfi stafar umtalsverð hætta af mengun jarðvegs og grunnvatns á iðnaðarsvæðinu, sem er afleiðing af leyfðri starfsemi rekstraraðilans áður en starfsleyfið er uppfært, skal rekstraraðili grípa til nauðsynlegra ráðstafana með tilliti til ástands iðnaðarsvæðisins. Þær skulu miða að því að fjarlægja, verjast, afmarka eða draga úr hættulegum efnum þannig að af iðnaðarsvæðinu stafi ekki lengur slík hætta með tilliti til núverandi nota eða samþykktra nota í framtíðinni.
                      Þar sem þess er ekki krafist að rekstraraðili taki saman skýrslu um grunnástand skal rekstraraðili við endanlega stöðvun starfseminnar grípa til nauðsynlegra ráðstafana sem miða að því að fjarlægja, verjast, afmarka eða draga úr hættulegum efnum þannig að af iðnaðarsvæðinu, með tilliti til núverandi nota eða samþykktra nota í framtíðinni, stafi ekki lengur umtalsverð hætta fyrir heilsufar manna eða umhverfið vegna mengunar jarðvegs og grunnvatns sem leitt hefur af starfseminni og með tilliti til ástands iðnaðarsvæðisins.
                  n.      Í stað orðanna „heilbrigði manna“ í síðari málslið 1. mgr. p-liðar og 2. málsl. 1. mgr. x-liðar og í 1. efnismgr. a-liðar 7. tölul. 49. gr. komi: heilsufar manna.
                  o.      Í stað orðanna „heilbrigðis manna“ í 2. mgr. q-liðar komi: heilsufars manna.
     3.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað orðanna „almenn leyfisskilyrði“ í 1. mgr. c-liðar komi: almennar kröfur.
                  b.      Fyrirsögn c-liðar orðist svo: Skyldur rekstraraðila.
     4.      Í stað síðari málsliðar 5. mgr. a-liðar 30. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skýrslan skal gerð aðgengileg á vefsvæði eftirlitsaðila eftir að rekstraraðili hefur fengið tækifæri til að koma að athugasemdum og brugðist hefur verið við þeim. Athugasemdirnar skulu eftir atvikum birtar með skýrslunni.
     5.      Við 37. gr. bætist: aðila.
     6.      45. gr. falli brott.
     7.      Við 46. gr.
                  a.      Í stað 8. tölul. í viðauka II komi tveir nýir töluliðir sem verði 8. og 9. tölul., svohljóðandi:
                     8.     Meðferð úrgangs – förgunarstaðir úrgangs:
                         a )    urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti meira en 5.000 tonnum af úrgangi á ári,
                         b )    urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 500–5.000 tonnum af úrgangi á ári,
                         c )    urðunarstaðir, sorpbrennslustöðvar og söfnunar- og móttökustöðvar ef þær eru reknar í nánum landfræðilegum tengslum við förgunarstaði þar sem tekið er á móti 50–499 tonnum af úrgangi á ári eða urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti 20.000 tonnum af óvirkum úrgangi á ári eða meira,
                         d )    urðunarstaðir þar sem eingöngu er tekið á móti minna en 20.000 tonnum af óvirkum úrgangi á ári.
                     9.     Meðhöndlun og förgun spilliefna:
                         a )    námuúrgangsstaðir þar sem heimild er til meðhöndlunar á meira en 2.500 tonnum af spilliefnum á ári,
                         b )    námuúrgangsstaðir þar sem heimild er til meðhöndlunar á 500–2.500 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta á staðnum 10.000 tonn af úrgangsolíu á ári eða meira,
                         c )    námuúrgangsstaðir þar sem heimild er til meðhöndlunar á 50–499 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta á staðnum minna en 10.000 tonn af úrgangsolíu á ári,
                         d )    námuúrgangsstaðir þar sem heimild er til meðhöndlunar á minna en 50 tonnum af spilliefnum á ári eða þar sem einvörðungu eru meðhöndlaðir rafgeymar.
                  b.      Á eftir lið 8.4 í viðauka IV komi fjórir nýir liðir sem verði liðir 8.5–8.8, svohljóðandi:
                     8.5     Endurnýting úrgangs.
                     8.6     Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í viðauka I og II og meðhöndla meira en 5.000 tonn af úrgangi á ári.
                     8.7     Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í viðauka I og II og meðhöndla 500–5.000 tonn af úrgangi á ári.
                     8.8     Móttökustöðvar aðrar en þær sem eru í viðauka I og II og meðhöndla allt að 500 tonn af úrgangi á ári.
                  c.      Á eftir orðinu „Gististaðir“ í viðauka V komi: að undanskilinni heimagistingu.
     8.      Við 49. gr.
                  a.      A–d-liðir og f-liður 1. tölul. falli brott.
                  b.      Við 2. efnismgr. g-liðar (er verði b-liður) 1. tölul. bætist: að teknu tilliti til annarrar löggjafar.
                  c.      2. tölul. orðist svo: Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Gefa skal út starfsleyfi til tiltekins tíma. Útgefandi starfsleyfis skal endurskoða starfsleyfi reglulega, a.m.k. á 16 ára fresti.
                  d.      8. tölul. falli brott.