Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 998, 146. löggjafarþing 389. mál: landmælingar og grunnkortagerð (landupplýsingagrunnur og gjaldfrelsi landupplýsinga).
Lög nr. 46 16. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um landmælingar og grunnkortagerð, nr. 103/2006, með síðari breytingum (landupplýsingagrunnur og gjaldfrelsi landupplýsinga).


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist eftirfarandi orðskýring í réttri stafrófsröð, svohljóðandi:
      Stjórnvöld:
  1. Öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga.
  2. Lögaðili sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir a-lið.
  3. Lögaðili sem gegnir opinberu hlutverki eða veitir opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lýtur stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir a-lið. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. a-lið tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Orðin „í mælikvarðanum 1:50.000 og miðlun þeirra í minni mælikvarða“ í 4. tölul. falla brott.
  2. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Gerð, viðhald og miðlun stafrænna landupplýsingagrunna í samráði við viðeigandi stjórnvöld.


3. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.