Ferill 614. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1009  —  614. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um tekjur og gjöld Alþingis.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Hverjar eru tekjur og gjöld Alþingis og undirstofnana þess? Óskað er eftir að fram komi sundurliðun á bókhaldi Alþingis og undirstofnana þess út frá tekjutegund og gjöldum, flokkuðum eftir kostnaðartegund, kostnaðarstað og kostnaðarbera (viðfangi), með öllum færslum undir hverjum flokki, fyrir síðasta ár og það sem af er þessu ári, ásamt samhliða sundurliðun, að því marki sem upplýsingarnar eru til. Þess er óskað að í svari komi fram bókunardagsetning, númer fylgiskjals, fjárhagsreikningsnúmer, heiti fjárhagsreiknings, deildir, kóti (ásamt viðföngum, að svo miklu leyti sem hægt er, til að upplýsingar að baki færslum séu greinanlegar), upphæð og tegund mótreiknings.


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Með fyrirspurn þessari er óskað eftir upplýsingum úr bókhaldi Alþingis. Mikilvægt er að upplýsingarnar sem fram koma í svari forseta Alþingis taki til allra þátta sem hér er spurt um, að því marki sem tæknilega er mögulegt, og að þær séu settar upp á þann hátt að auðveldlega sé hægt að greina þær. Þess skal þó gætt að virt séu lög um persónuvernd og að ekki komi fram persónugreinanlegar upplýsingar.