Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1012  —  617. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um landsmarkmið við losun gróðurhúsalofttegunda o.fl.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögur um losunarmarkmið fyrir Ísland á sama tíma og slíkar tillögur (e. effort sharing regulation) komu fram fyrir ESB-ríkin og Noreg (kynntar 20. júlí 2016)? Ef svarið er jákvætt, hvernig hljóðuðu þessar tillögur framkvæmdastjórnarinnar? Ef svarið er neikvætt, höfðu íslensk stjórnvöld áhrif á þá ákvörðun ESB að leggja tillögurnar ekki fram á umræddum tíma?
     2.      Hafa slíkar tillögur komið fram síðar, og hvernig hljóða þær þá? Ef ekki, hvers vegna gegnir öðru máli um Ísland en Noreg að þessu leyti?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að slíta samstarfinu um loftslagsmál við Evrópusambandið og ákveða eigið landsmarkmið til ársins 2030?
     4.      Hvaða áhrif hefði slík ákvörðun, um að draga Ísland úr samstarfi Evrópusambandsins og Noregs um sameiginleg markmið á fyrsta skuldbindingartímabili Parísarsamkomulagsins, 2021–2030, á stöðu Íslands innan viðskiptakerfis ESB fyrir kaup og sölu á losunarheimildum (ETS, einkum stóriðja hér á landi)?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Ekki var í fjölmiðlum eða á vefsetri Stjórnarráðsins vart tillagna fyrir Ísland á umræddum tíma eða síðar. Sjá hins vegar auglýsingu framkvæmdastjórnar ESB 20. júlí 2016 um tillöguna á slóðinni ec.europa.eu/clima/policies/effort/proposal_en.
    Sjá enn fremur viðbrögð norska umhverfisráðherrans, Vidars Helgesens, á slóðinni www.regjeringen.no/en/aktuelt/the-eu-proposes-climate-targets-for-norway/id2508071/.