Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1013  —  618. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um gerðir teknar upp í EES-samninginn.

Frá Albert Guðmundssyni.


     1.      Hver er fjöldi gerða sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn frá árinu 1994 til ársloka 2016, sundarliðað eftir árum?
     2.      Hver er fjöldi gerða ESB frá árinu 1994 til ársloka 2016, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.