Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1019  —  534. mál.
Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur um stöðu viðræðna um TiSA-samninginn.


     1.      Hver er núverandi staða í viðræðum um TiSA-samninginn?
    Viðræðurnar um TiSA-samninginn hafa verið í biðstöðu frá því í desembermánuði á síðasta ári. Engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framhald viðræðnanna.

     2.      Hvenær er næsta samningalota fyrirhuguð og hvenær stendur til að skrifa undir samninginn?
    
Engin ákvörðun hefur verið tekin um dagsetningu á næstu samningalotu. Ekki hafa verið sett nein tímamörk varðandi lok samningaviðræðna eða undirritun samnings.