Ferill 621. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1021 — 621. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um dvöl á geðdeild og bið eftir búsetuúrræðum.
Frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
1. Hver er meðalbiðtími þeirra sem dvelja á geðsviði Landspítalans og bíða búsetuúrræða? Í hvaða sveitarfélagi eiga viðkomandi einstaklingar lögheimili?
2. Hver er lengsta samfellda dvöl einstaklings sem nú dvelur á geðsviði og bíður búsetuúrræðis?
3. Er einhver vinna í gangi milli ríkis og sveitarfélaga til að leysa úr þeim vanda sem skapast þegar einstaklingar hafa lokið meðferð á geðsviði en dvelja þar lengur vegna skorts á búsetuúrræðum?
4. Sér ráðherra fyrir sér að leysast muni úr búsetuvanda þessara einstaklinga á næstu mánuðum?
Skriflegt svar óskast.