Ferill 625. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1066  —  625. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um reglur um öryggi á flugvöllum o.fl.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda hér á landi um öryggi á alþjóðaflugvöllum með tilliti til nálægðar við heilbrigðisstofnun eða sjúkrahús og er sú þjónusta sem heilbrigðisstofnun eða sjúkrahús þarf að geta veitt skilgreind í þeim reglum?
     2.      Uppfyllir Keflavíkurflugvöllur kröfur um nálægð alþjóðaflugvallar við heilbrigðisstofnun eða sjúkrahús?
     3.      Hvernig er háttað eftirliti með því að starfsemi Keflavíkurflugvallar uppfylli öryggiskröfur samkvæmt íslenskri löggjöf og alþjóðlegum reglum sem gilda hér á landi?


Skriflegt svar óskast.