Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1077  —  504. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um áform um sameiningar framhaldsskóla.


     1.      Hvaða áform hefur ráðherra um að sameina framhaldsskóla á kjörtímabilinu?
    Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur á þessu stigi máls ekki unnið áætlun um sameiningu ákveðinna framhaldsskóla á kjörtímabilinu. Aftur á móti er afar brýnt að skoða starfsumhverfi framhaldsskólakerfisins og hvernig styrkja megi það með því að ýta undir aukið samstarf eða sameiningu skólastofnana.
    Í fjármálaáætlun 2017–2022 og greinargerðum með fjárlögum síðustu ára er ljóst að breytingar eru að verða á framhaldsskólakerfinu sem þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þar kemur einkum tvennt til, fækkun í árgöngum nemenda og stytting náms til stúdentsprófs. Vegna fækkunar nemenda verður erfiðara fyrir einstaka skóla að halda úti fjölbreyttu námsframboði og um leið minnka möguleikarnir að ráða sérhæfða kennara.
    Að öðru leyti vísar ráðuneytið í fund mennta- og menningarmálaráðherra með allsherjar- og menntamálanefnd föstudaginn 5. maí og þriðjudaginn 9. maí þar sem m.a. var rætt um mögulegar sameiningar, en engin ákvörðun hefur verið tekin þar um.

     2.      Ef fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu eru rök fyrir því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla öðrum framhaldsskóla, mega aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu búast við því sama?
    Vísað er til svars við 1. lið fyrirspurnarinnar.

     3.      Má búast við að eftirgreindir framhaldsskólar verði sameinaðir öðrum í ljósi þess að á þskj. 429 á 145. löggjafarþingi kemur fram að áætlaður fjöldi nemenda við Fjölbrautaskólann í Ármúla var 910 talsins haustið 2015, en til samanburðar voru 980 ársnemar áætlaðir við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, 869 við Menntaskólann í Reykjavík og aðeins 770 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ?
    Vísað er til svars við 1. lið fyrirspurnarinnar.

     4.      Hyggur ráðherra jafnframt á sameiningu smærri framhaldsskóla, t.d. þeirra sem voru haustið 2015 með færri en 300 áætlaða ársnema – en þar á meðal eru Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ (284 ársnemar), Fjölbrautaskóli Snæfellinga (207 ársnemar), Verkmenntaskóli Austurlands (193 ársnemar), Menntaskólinn á Laugarvatni (154 ársnemar) og Framhaldsskólinn á Laugum (111 ársnemar)?
    Vísað er til svars við 1. lið fyrirspurnarinnar.