Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1081  —  540. mál.
Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um íbúðir og íbúðarhús án íbúa.


     1.      Í hversu mörgum íbúðum og íbúðarhúsum eru engir íbúar skráðir til lögheimilis, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
    Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um fjölda íbúða eða íbúðarhúsa þar sem engir íbúar eru skráðir til lögheimilis vegna þess að einstaklingar eru ekki skráðir með lögheimili í íbúðir heldur á heimilisfang. Þjóðskrá Íslands getur tengt lögheimili við heimilisfang en síðan er ekki vitað hvernig íbúar skiptast innan hússins. Þannig geta 49 íbúar verið skráðir í húsi með 30 íbúðum en Þjóðskrá Íslands hefur ekki upplýsingar um hvort búið sé í öllum 30 íbúðunum.
    Aftur á móti tók Hagstofa Íslands saman fjölda íbúða sem ekki voru í notkun árið 2011, en finna má þær upplýsingar á vefsíðu Hagstofu Íslands, hagstofa.is, sem sjá má í eftirfarandi töflu:

Sveitarfélag Hefðbundnar íbúðir ekki í notkun Sveitarfélag Hefðbundnar íbúðir ekki í notkun.
Akrahreppur 25 Ísafjarðarbær 248
Akraneskaupstaður 89 Kaldrananeshreppur 26
Akureyrarkaupstaður 695 Kjósarhreppur 15
Sveitarfélagið Álftanes 36 Kópavogur 167
Sveitarfélagið Árborg 223 Langanesbyggð 44
Árneshreppur 14 Mosfellsbær 117
Ásahreppur 15 Mýrdalshreppur 57
Bláskógabyggð 84 Norðurþing 146
Blönduósbær 55 Rangárþing eystra 102
Bolungarvíkurkaupstaður 49 Rangárþing ytra 89
Borgarbyggð 323 Reykhólahreppur 44
Borgarfjarðarhreppur 31 Reykjanesbær 1.527
Breiðdalshreppur 26 Reykjavík 517
Bæjarhreppur 12 Sandgerðisbær 64
Dalabyggð 115 Seltjarnarnesbær 94
Dalvíkurbyggð 80 Seyðisfjarðarkaupstaður 53
Djúpavogshreppur 44 Skaftárhreppur 50
Eyja- og Miklaholtshreppur 19 Skagabyggð 15
Eyjafjarðarsveit 49 Sveitarfélagið Skagafjörður 234
Fjallabyggð 271 Sveitarfélagið Skagaströnd 28
Fjarðabyggð 270 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 56
Fljótsdalshérað 189 Skorradalshreppur 16
Fljótsdalshreppur 8 Skútustaðahreppur 49
Flóahreppur 46 Snæfellsbær 113
Garðabær 118 Strandabyggð 52
Sveitarfélagið Garður 53 Stykkishólmur 96
Grindavíkurbær 62 Súðavíkurhreppur 30
Grímsnes- og Grafningshreppur 56 Svalbarðshreppur 4
Grundarfjarðarbær 40 Svalbarðsstrandarhreppur 14
Grýtubakkahreppur 19 Tálknafjarðarhreppur 23
Hafnarfjörður 49 Tjörneshreppur 7
Helgafellssveit 18 Vestmannaeyjabær 110
Sveitarfélagið Hornafjörður 66 Vesturbyggð 166
Hrunamannahreppur 49 Sveitarfélagið Vogar 33
Húnavatnshreppur 42 Vopnafjarðarhreppur 47
Húnaþing vestra 125 Þingeyjarsveit 108
Hvalfjarðarsveit 48 Sveitarfélagið Ölfus 52
Hveragerðisbær 126
Hörgársveit 25

    Íbúðir sem ekki voru í notkun þann 31. desember 2011 voru samtals 8.277. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er um að ræða hefðbundnar íbúðir í einbýlishúsum, hefðbundnar íbúðir í byggingum með þrjár eða fleiri íbúðir og hefðbundnar íbúðir í byggingum sem ekki eru ætlaðar til íbúðar. Nýrri upplýsingar liggja ekki fyrir.

     2.      Hversu margar íbúðir og íbúðarhús, sem hafa enga skráða íbúa, eru nýtt sem gististaður eða fyrir heimagistingu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
    Upplýsingar liggja ekki fyrir.

     3.      Hversu margar íbúðir og íbúðarhús í eigu lögaðila eru án skráðra íbúa, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
    Hægt er að sjá hversu margar íbúðir eru í eigu lögaðila en að öðru leyti er ekki hægt að svara spurningunni og vísast hér að öðru leyti til fyrri hluta svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar.