Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1087  —  627. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þinglýsingar.

Frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.


     1.      Hve löng er biðin hjá sýslumanni eftir þinglýsingum á eignaskiptayfirlýsingum?
     2.      Hyggst ráðherra endurskoða verklag við þinglýsingar hjá ríkinu?
     3.      Er einhver vinna í gangi í ráðuneytinu við að koma þinglýsingum frá ríkinu, til að auka skilvirkni?


Skriflegt svar óskast.