Ferill 623. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1128  —  623. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um mannanöfn.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver er staðan á vinnu ráðuneytisins við breytingu á lögum um mannanöfn?

    Árið 2015 setti þáverandi innanríkisráðherra af stað vinnu í ráðuneytinu við breytingu á lögum um mannanöfn. Var m.a. farið í opið samráð á vef ráðuneytisins um hvort endurskoða ætti mannanafnalögin og í hverju breytingar á lögunum ættu að felast. Auk þess var gerð skoðanakönnun um málið í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Í framhaldinu voru unnin drög að breytingu á lögunum sem fólu í sér breytingar á gildandi lögum. Voru drögin birt á vef ráðuneytisins í júní 2016 og var með því ætlunin að hvetja til frekari umræðu um málið. Ýmsar athugasemdir bárust við frumvarpið og farið verður yfir þær.
    Ráðherra hefur það að markmiði að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um mannanöfn á komandi vetri.