Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1139  —  593. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur um dreifingu blóðs.


     1.      Með hvaða hætti fer dreifing og afhending blóðs til einkarekinnar sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu fram?
    Blóðbankinn er eini aðilinn á Íslandi sem safnar og vinnur blóð eða blóðhluta sem notaðir eru í meðferð sjúklinga.
    Þegar blóði eða blóðhlutum er dreift til einkarekinnar sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu eru við flutninginn notaðar sérútbúnar töskur sem þurfa að uppfylla ákveðnar gæða- og öryggiskröfur. Blóðbankinn stendur straum af kostnaði við þessar töskur en veitendur heilbrigðisþjónustunnar sjá um að skila töskunum til Blóðbankans, ásamt hitamælum sem fylgjast með hitastigi í flutningsferlinu.
    Veitendur heilbrigðisþjónustunnar greiða Blóðbankanum fyrir flutningsþjónustuna.

     2.      Hversu miklu af blóði sem safnað var af hálfu opinberrar heilbrigðisþjónustu var dreift til einkarekinnar sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu á árunum 2015 og 2016?
    Heildarfjöldi blóðs eða blóðhluta sem Blóðbankinn dreifði til allrar heilbrigðisþjónustu var árið 2015 samtals 9.863 einingar, þar af til aðila í einkarekinni sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu 164 einingar (1,7%). Á árinu 2016 var heildarfjöldi blóðs eða blóðhluta sem Blóðbankinn dreifði til allrar heilbrigðisþjónustu samtals 9.787 einingar, þar af til aðila í einkarekinni sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu 284 (2,9%).

     3.      Hvaða verð greiðir einkarekin sjúkrahús- og heilbrigðisþjónusta fyrir það blóð sem henni berst frá opinberri heilbrigðisþjónustu?
    Allir þeir sem fá afgreitt blóð eða blóðhluta frá Blóðbankanum greiða sama verð, jafnt einkarekin sem opinber heilbrigðisþjónusta.
    Verðskrá Blóðbankans frá 1. janúar 2017 er eftirfarandi.


    


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.