Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 762  —  526. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um jafnréttisstefnu EFTA.

Frá Dóru Sif Tynes.


     1.      Hefur EFTA sett sér jafnréttisstefnu?
     2.      Hefur verið gerð jafnlaunaúttekt hjá EFTA-skrifstofunni?
     3.      Hefur EFTA sett sér markmið um að fjölga konum í stjórnunarstöðum, en af fimm skrifstofustjórum skrifstofunnar og tveimur aðstoðarframkvæmdastjórum sem veita skrifstofum forstöðu er nú aðeins ein kona?
     4.      Hafa EFTA-ríkin sett sér sameiginleg markmið um að rétta hlut kvenna í yfirstjórn EFTA, þ.e. í stöðum framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra, þar sem hún er nú eingöngu skipuð körlum?


Skriflegt svar óskast.