Ferill 538. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 778  —  538. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endurupptöku dómsmála.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hversu margar beiðnir um endurupptöku máls hafa borist til endurupptökunefndar frá því að nefndin tók til starfa eftir gildistöku laga nr. 15/2013:
                  a.      vegna máls sem dæmt var í Hæstarétti,
                  b.      vegna máls sem dæmt var í héraði (áfrýjunarleyfi)?
     2.      Hversu oft hefur endurupptaka máls eða áfrýjun verið heimiluð ár hvert á starfstíma endurupptökunefndar?
     3.      Hve langan tíma hefur það tekið endurupptökunefnd að afgreiða endurupptökubeiðnir sem til hennar hafa borist?
     4.      Hver er afstaða ráðherra til þess að í drögum að breytingum á lögum vegna endurupptöku dómsmála sem finna má á vef dómsmálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að endurupptökunefnd verði lögð niður og sérstakur dómstóll stofnaður til að fjalla um beiðnir um endurupptöku?
     5.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður við rekstur endurupptökudómstóls?
     6.      Hver var kostnaður við rekstur endurupptökunefndar árið 2016?
     7.      Telur ráðherra að málsmeðferð við áformaðan endurupptökudómstól verði hafin yfir vafa í ljósi þess að í fyrirliggjandi drögum að breytingu á lögum um endurupptöku dómsmála er gert ráð fyrir að endurupptökudómstóll verði skipaður dómurum við Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdómstól og hafi því – eðli málsins samkvæmt – verið fjallað um málið af dómstól sem einhver hinna þriggja dómara starfar við?


Skriflegt svar óskast.