Ferill 545. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 799  —  545. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um kærunefnd jafnréttismála og Jafnréttisstofu.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, þannig að skilgreind verði viðbrögð eða viðurlög við úrskurðum kærunefndar jafnréttismála?
     2.      Hvers konar viðbrögð telur ráðherra að þurfi að birtast í ljósi ítrekaðra úrskurða kærunefndar jafnréttismála um brot á ákvæðum jafnréttislaga?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að efla starfsemi Jafnréttisstofu til að fylgja lögum betur eftir? Þarf að gefa stofunni frekari heimildir í lögum til að tryggja markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla?