Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 904  —  583. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lífeyrisskuldbindingar
heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.


Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hverjar eru óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, sundurliðaðar eftir stofnunum?
     2.      Hver er uppruni skuldbindinganna hjá hverri stofnun fyrir sig?
     3.      Hverjar eru útgreiðslur vegna þessara skuldbindinga á árunum 2005–2016, sundurliðaðar eftir stofnunum og árum? Hversu hátt hlutfall eru þær af árlegum fjárveitingum til hverrar stofnunar?
     4.      Fá heilbrigðisstofnanir sérstakar fjárveitingar til að standa undir útgreiðslu lífeyrisskuldbindinga óháð því reiknilíkani sem úthlutun fjár til stofnananna byggist á?


Skriflegt svar óskast.