Ferill 588. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 930  —  588. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um viðbótarkostnað vegna breytinga á almannatryggingum.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver yrði árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef uppbót á lífeyri vegna framfærslu skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð yrði felld inn í tekjutryggingu skv. 22. gr. laga um almannatryggingar þannig að hætt yrði að skerða uppbótina „krónu á móti krónu“ vegna annarra tekna lífeyrisþega? Óskað er eftir svari miðað við óbreytta tekjutryggingu.
     2.      Hver yrði viðbótarkostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef sett yrði í lög um félagslega aðstoð bráðabirgðaákvæði þess efnis að þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 9. gr. skuli frá 1. janúar 2017 teljast til tekna við útreikning sérstakrar framfærsluppbótar 60% allra tekna, þar á meðal bætur almannatrygginga og bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, sem og erlendar tekjur sem ekki eru taldar fram hér á landi?
     3.      Hver yrði áætlaður viðbótarkostnaður ríkissjóðs við almannatryggingar ef frá 1. janúar 2018 giltu sömu útreikningsreglur um sérstakra framfærsluuppbót og gilda um tekjutryggingu?


Skriflegt svar óskast.