Ferill 593. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 938  —  593. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um dreifingu blóðs.

Frá Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur.


     1.      Með hvaða hætti fer dreifing og afhending blóðs til einkarekinnar sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu fram?
     2.      Hversu miklu af blóði sem safnað var af hálfu opinberrar heilbrigðisþjónustu var dreift til einkarekinnar sjúkrahús- og heilbrigðisþjónustu á árunum 2015 og 2016?
     3.      Hvaða verð greiðir einkarekin sjúkrahús- og heilbrigðisþjónusta fyrir það blóð sem henni berst frá opinberri heilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.