Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 946  —  594. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um upplýsingagjöf lífeyrissjóða um fjárfestingarstefnu.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra, í ljósi þess að lög nr. 113/2016, um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sem m.a. skylda lífeyrissjóði til að setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum, taka gildi 1. júlí 2017 og með tilliti til svars ráðherra á þskj. 896, að ráðuneytinu sé skylt eftir gildistöku umræddra laga að afla þeirra upplýsinga sem beðið var um á þskj. 660?
     2.      Hvernig telur ráðherra, með tilvísun til svars á þskj. 896, að hið opinbera geti mótað stefnu um eftirfylgni við markmið Parísarsamnings Sameinuðu þjóðanna frá 12. desember 2015 sem Alþingi fullgilti 19. september 2016 með þingsályktun nr. 60/145 ef ekki er á færi ráðuneytisins að afla þeirra upplýsinga sem beðið var um í 1. tölul. fyrirspurnar á þskj. 660 og sambærilegra upplýsinga?
     3.      Telur ráðherra að setja þurfi í lög eða reglugerð um starfsemi lífeyrissjóða ítarlegri reglur um upplýsingagjöf þeirra um eftirfylgni við siðferðisleg viðmið varðandi fjárfestingar til að ákvæði um þetta í lögum nr. 113/2016 hafi tilætluð áhrif?


Skriflegt svar óskast.