Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 948  —  596. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um nýtingarrétt vatnsauðlinda á ríkisjörðum.

Frá Óla Halldórssyni.


     1.      Hvernig var staðið að afhendingu réttinda til að nýta vatnsauðlind Svartár í Bárðardal á ríkisjörðinni Stóru-Tungu, hverjum var þessi nýtingarréttur veittur og hvaða endurgjald kom fyrir nýtingarréttinn?
     2.      Er framangreind ráðstöfun stefnumarkandi að því leyti að til standi að færa nýtingarrétt orkuauðlinda á landsvæðum í almannaeigu til einkaaðila með ámóta hætti og vatnsauðlind Svartár í Bárðardal?
     3.      Telur ráðherra að rétt og löglega hafi verið staðið því að færa nýtingarrétt á vatnsauðlind Svartár í Bárðardal til einkaaðila og að gerningurinn samræmist siðareglum ráðherra?


Skriflegt svar óskast.