Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 953  —  598. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hæfisbundna leiðsögu.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hefur Ísland lagt fram áætlun um hæfisbundna leiðsögu (e. PBN Implementation Plan) sem eykur öryggi og gefur kost á styttri flugleiðum í samræmi við ályktun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (Resolution A37-11)?
     2.      Telur ráðherra viðunandi að við landið séu hnökrar á dreifisvæði EGNOS-leiðréttingakerfisins, sem takmarkar m.a. möguleika á þróun flugleiðsögu, og ef svo er ekki, hvernig hyggst ráðherra bæta úr því?
     3.      Hver er stefna ráðherra um samstarf við Evrópusambandið um Galileo- og EGNOS-kerfin og virkjun á þjónustu þeirra hérlendis á grundvelli EES-samningsins?
     4.      Hefur verið fylgt eftir áætlun um leiðsögu og upplýsingakerfi, sem starfshópur um uppbyggingu, rekstur og notkun leiðsögukerfa lagði fram árið 2007, eða áætlunin endurskoðuð? Ef svo er ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.