Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 971  —  603. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um friðlýsingu á vatnasviði Svartár og Suðurár í Bárðardal.

Frá Óla Halldórssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til hugmynda um friðlýsingu vatnasviðs Svartár og Suðurár í Bárðardal á forsendum náttúruverndar?
     2.      Hver er afstaða ráðherra til áforma einkafyrirtækis um hagnýtingu vatnsauðlinda Svartár með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða?
     3.      Hvert er viðhorf ráðherra til hugmynda um að fella vatnasvið Svartár og Suðurár inn í Vatnajökulsþjóðgarð?


Skriflegt svar óskast.