Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 975  —  607. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um fjölda öryrkja og endurmat örorku.

Frá Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar undir 18 ára aldri eru með ólæknandi sjúkdóm eða fötlun og hversu margir 18 ára og eldri?
     2.      Hversu oft er framangreindum einstaklingum gert að fá endurmat örorku að meðaltali?
     3.      Hversu mörgum einstaklingum er synjað árlega um endurmat þrátt fyrir að öll tilskilin gögn séu til staðar?
     4.      Hversu margra vinnustunda að meðaltali krefst hefðbundið endurmat hjá Tryggingastofnun ríkisins?
     5.      Hvað er gert til þess að veita foreldrum barna sem eru með örorku fræðslu um hvað þurfi að gera við 18 ára aldur til að samfella sé í mati og að ekki verði röskun sem valdi tekjumissi?
     6.      Hvaða ábyrgð hvílir á Tryggingastofnun ríkisins að láta einstaklinga vita ef gögn hafa ekki borist innan tilskilins tíma vegna endurmats?


Skriflegt svar óskast.